Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Höfum við gengið til góðs ?

þegar ég sá í fréttum að karlmenn á Íslandi væru í 1 sæti aldurskeiði í heiminum en konur í 7 sæti hérna á íslandi. Þessar elskur hafa alltaf lifað lengur en við, en einkvað hefur breyst þær eru farnar að vinna úti meira og taka meira þátt á vinnumarkaðaiðnum, þær eru farnar að taka meira að sér í pólitíkinni og vinnumarkaði , þær eru komnar með sér okkar syði, sem við voru meira byggðir fyrir, Það er ekkert sem er bannað í dag eins og var áður, hjá konunum í forelda húsi. Auðvita breyttir tímar. Því verða konur meiri stressaðar en við. komnar með bólgur í herðar og axlir. Álagið á konuna er orði meira . Heimilastörfin og vinnan. Auðvita eru við líka í heimilastörfum og látum þetta koma jafnt á milli kynnana . Mér fyrnst þetta koma miklu meira fram á börnum í dag en áður. Engin foreldi er heima þegar barnið kemur heim úr skólanum. Ef karlmaðurinn er heima en kona er að vinna, er álitið á eldri kynslóðinni að það sé einkvað að  ef hann hugsar um börnin og hún að vinna út. Hann sem var áður fyrirvinna á heimilinu. Konur seigja í dag við mig, þetta er orði jafnt við jöfnum þetta með heimilastörfin og vinnuna. Og annað fæ frí, en það er ekki alltaf svona, kona er meiri ábyrgðar en áður og getur ekki hugsað að taka frí eða biðja vinnuveitanda um frí. Heldur að hún verði rekinn. Þegar karlmaðurinn biður um frí er horft á hann, og sagt við hann því tekur konan ekki frí þú hefur annað að hugsa í þessu fyrirtæki en hún , svo það verðu upp á von eða  óvon að hann fái frí. Ekki  tala um blessuð börnin, það  er ekki tími til að eiga þau, jú þau kom í heiminn, en eftir nokkra mánuði er þeim kasta hingað og þangað  til afa og ömmu, sem eru núna í dag  farin að vinna úti, og þá til dagmæðra, þar koma þau klukkan átta, þau eru vakinn til að losna við þau meðan foreldarnir vinna og svo sótt fyrir sex.  Eftir sex er farið í búðir til að kaupa einkvað fljóteldað eða  pantað pizzu ef dagurinn hefur verið erfiður og engin nennir að elda . Kannski nennir hann að grilla eða elda .Sem hann geri oftast, ef hann vinnur ekki frameftir. Talað saman í gemsanum hvernig þetta á að vera núna hver á að kaupa inn eða sækja krakkann.  Þjóðfélagið er þannig núna að fólk þarf að eignast allt. Stóra íbúð flottan stóran jeppa og sumarbústað upp í sveit  (helst villu) með heitum potti og breiðvarpskjá (flatskjár)  helst 50 tommur með heimabíói og fara til útlanda svo þrisvar á ári. Standardinn er hár og hann kostar mikið  fyrir fjölskilduna og til að hafa börnin eða unglingana ánægja er keypt ipot eða leikjatölvur og leiki  í hana sem eru ekki ódýrir í dag verð frá 1000 kr til 8000 kr og eru ennþá að borga kannski afborganir af tölvunin eða einhverju öðru kannski ferðatölvunni sem barnið þarf í skólann  það er ekki hægt að stunda skóla í dag nem barnið hafi eða eigi tölvu. Þetta er keypt vegna þess að vinur eða vinkona eiga svona og þeir eiga flottar en ég. Mín er orði gömul og úrelt  og þá þar að eignast betri en þau. Það eru að spretta hérna leikjaverslanir eins og gorkúlur og allir þurfa að eignast einkvað nýtt það er í tísku. Því seigi ég það er þetta sem við viljum. NEI  er þetta sem við viljum eða ala börnin okkar á. NEI  Og hvernig endar þetta.Það veit enginn   Það var sagt að tölvur eða vélmenni myndi leysa  þessa vitleysu. En það hefur ekki skeð heldur versnað vegna lífskapphlaupið að eignast meira en maðurinn hefur efn á .Konan er orðin grín í  sjónvarp auglýsingum  hún verslar með vinnuna, hún borðar með vinnunni og hún reynir að ganga frá vinnu heima ,vinnan sefur á milli  karls og konu og sofnar svo við jólaborðið  útkerið .Við verðum  einkver tíman að snú við þessari þróun, ef það er hægt. En hver vill af okkur gefa eftir  hún eða hann. Við skulum vona í framtíðinni að það finnist laus á þessu og kona í framtíðinni lifi lengur.Og allir sáttir í lífinu. Bæði börn og gamalmenni.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband